Er logn á leiðinni?

Langar til að koma frá mér minni sýn á Landsfundi Borgarahreyfingarinnar. 

Þá er landsfundur hreyfingarinnar búinn og mætti því áætla að það "versta" sé að baki.

Það var svolítið skrítin tilfinning að eyða laugardegi á Grand hotel við það sem skiptir mig mjög miklu máli, að vera með sýn eins og svo margir aðrir á fundinum, um hvernig ég vil að hreyfingin verði eftir X langan tíma. Byrja daginn með miklar vonir að nú mæti allir á svæðið og hugmyndin að "öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir" þó við séum með misjafnar skoðanir. Byrjaði vel að mér fannst, heh,, en það var nú bara þannig að engin mótmælti Lilló sem fundarstjóra.  En jæja, gott að byrja sammála í einhverju.  Ekki löngu seinna byrjaði sjóið og umræður um A og B liðið fór af stað.  Hef reyndar aldrei skilið vandamálið við það, þar sem ég eyddi miklum tíma í að útbúa breytingatillögur fyrir báða liði, til að vera tilbúinn hvernig sem færi.  Aldrei datt mér í hug að líta á tillögu A eða B sem eitthvað FINAL, sá fyrir mér einhverja línu sem yrði lagt af stað frá og breytt svo eftir því sem allir fundarmenn myndu ákveða í sameiningu.  En Lilló var ekki lengi í paradís. Þegar fundurinn hafði ákveðið að ganga út frá tillögu A og breyta henni, þá einhvernegin tókst stórum hópi af fólki að líta svo á að einhver orrusta væri töpuð.  Sem segir mér að mikið af fólki mætti á landsfundinn með fyrirfram ákveðnar kröfur um að "svona verður þetta eða ég er farinn". Reyndar ætla ég að áætla að ef tillaga B hefði verið fyrir valinu hefði sennilega það sama gerst hinumegin, fyrir utan að meiriparturinn hefði haldið sig á fundinum og "barist á móti", sem segir mér líka að kröfurnar voru óraunhæfar þar líka.

Mikið fækkaði á fundinum eftir kosningarnar og héldu "B" menn því fram að smalað hefði verið að andstæðingunum til að koma sínu að og svo væri í lagi að fara heim.  Eftir mikla umhugsun kemst ég að þeirri niðurstöðu að það eitt getur ekki hafa orsakað þetta, þar sem mjög naumt var á flestum tölum þegar verið var að fara yfir breytingatillögurnar. Sem segir mér að mjög auðvelt hefði verið fyrir Þingmenn hreyfingarinnar og þeirra fylgifiska að breyta flest ÖLLU því sem þau hefðu viljað í tillögu A.  Augljósast sýnist mér að fólk úr báðum örmum hafi látið sig hverfa á braut, A hugsaði "hlutverkinu lokið" og B "Þetta er tapað". Báðir aðilar höfðu svo sannarlega vitlaust fyrir sér. 

Það lýðræðislegasta sem ég sá á fundinum var umræðan um breytingatillögurnar, en samt einkenndist það allt af tímaleysi. Miður fannst mér að sjá suma aðila reyna að hafa áhrif á aðra einstaklinga sem kusu eftir eigin sannfæringu, og senda þeim svipbrygði í samræmi við það. En ekki var ég sá eini sem varð fyrir vonbrygðum með það.

Eftir fundin er ég enn í lausu lofti, hvernig fer þetta? Munu stjórn og þingmenn hittast og ræða málin? Mun fólk ná að horfa á á vandann út frá Hreyfingunni, ekki persónulegu egói? Þetta mun koma í ljós á næstu dögum, auðvitað segja allir já við því, en það að segja það skiptir ekki máli, það er einungis spurning um gjörðir núna. Allt annað er bull og vitleysa.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil þakka þér fyrir fund sem var að sumu leiti ánægjulegur og að sumu leiti ekki.  Nú er allavega kominn grunnur til að byggja á, og þessum lögum má breyta á næsta fundi.  Ég er 100%  Sammála þér að tímaskorturinn stóð okkur fyrir þrifum og ítreka þá skoðun mína að það hefði átt að taka 2 daga í þetta eins og áætlað var í upphafi.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 00:12

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég get fullvissað þig um að ég hefði ekki gengið af fundi. Enda var ég og minn "illræmdi" hópur tilbúin með breytingartillögur á B

Heiða B. Heiðars, 15.9.2009 kl. 00:19

3 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Takk fyrir fundinn.  Ég studdi flestar ef ekki allar þínar breytingartillögur, en segi eins og Heiða, við vorum tilbúin með pakka af breytingartillögum fyrir B og hefðum ekki yfirgefið fundinn ef þær tillögur hefðu orðið fyrir valinu. 

Ef þú ert að vísa til þess þegar við Gunni Sig vorum að grínast, með að "spyrja" hvort annað: Hvort erum við með eða á móti þessu?  Þá mátt þú alveg skilja það þannig að það hafi verið alvara.  Við vitum betur. Enda held ég að enginn geti mótað skoðanir Gunna nema hann sjálfur að ígrunduðu máli og ég er ekki vön að láta segja mér fyrir verkum.

Saknaði þess að þú sást þér ekki fært að mæta um kvöldið.  En að öðru leyti takk fyrir samveruna, þú áttir þinn þátt í að gera erfiðan fund bærilegri.

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 15.9.2009 kl. 10:14

4 identicon

Nei Inga mín, ég er alls ekki að vísa í neitt svoleiðis. Enda er grín gott.  Er að vísa í að meðan verið var að kjósa um breytingatillögurnar þá komu ýmiss svipbrygði og komment frá aðilum. Komment eins og "Ætlar þú virkilega að kjósa svona" "Ertu ekki að grínast" og svoleiðis lummur með tilheyrandi svipbrygðum.  Veit að þér verður ekki stjórnað .) og það er eitt af því sem hægt er að stóla á, sem betur fer.

Birgir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 11:11

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sælt veri fólkið og takk fyrir fjörugan fund. Það var gaman að fá að hitta ykkur. Mig langar bara til að benda Birgi á að enginn þeirra sem ég þekkti á fundinum og var hliðhollur tillögum B var þar til að berjast. Þetta var ekki orusta því ef svo hefði verið þá hefði verið hægstur vandi að smala á fundinn. Ef tillögur B eru lesnar vel þá er þar um að ræða afnám þess valds sem barist var fyrir á fundinum og lagt upp með samstöðu og traust. Í báðar áttir. Þannig hlutum kemur maður ekki í gegn með "orustu". Annað hvort er það fyrir hendi eða ekki.

Gangi ykkur öllum vel og ég vona að þið finnið samhljóm.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.9.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband