Hættur að sitja hjá og tuða um það sem þarf að bæta.

Þar kom að því. Jafnvel ég sem hef alltaf bara talað um það sem mér finnst að í þjóðfélaginu ætla að leggja mitt á vogarskálarnar, til að laga þetta þjóðfélag.

Og já, það þarf að laga þetta þjóðfélag, mikið.

Í dag sendi ég póst og gaf yfirlýsingu um að ég gæfi kost á mér í stjórn Borgarahreyfingarinnar.  Landsfundur verður næstkomandi laugardag og þá fer kostningin fram. 

Ég álít að einstaklingar eiga að bjóða sig fram í stórn hreyfingarinnar en ekki "listar" af fólki.  Þegar ég las það hljómaði það eitthvað svo flokkalegt innan hreyfingarinnar. Vil ég biðja alla sem minnsta áhuga hafa á hreyfingunni og framtíð landsins að íhuga framboð til stjórnar og leggja af mörkum það sem þarf til að gera framtíðina bjartari fyrir okkur og börnin okkar.

Hef hingað til haldið mig mikið til hlés í málefnum hreyfingarinnar, að því leiti að vera ekki að kommenta á blogg annara, og ástæðan fyrir því að ég vildi vera algerlega "óbundin" og ekki settur í nein tengsl á milli fólks í hreyfingunni. Við eigum að geta leyst okkar mál með upplýstri umræðu og koma til dyra eins og við erum klædd.

Þegar allir innan hreyfingarinnar vinna að sama markmiði og eru tilbúnir að heyra/læra af öðrum sem hafa sama markmið þá, bara þá munum við geta framkvæmt ótrúlegustu hluti.  Við erum búin að sína að það er hægt, með því að fá fjóra einstaklinga á þing. Núna er gríðarlega mikilvægt að öll hreyfingin stilli saman strengi sína og vinni að sameiginlegri framtíð hreyfingarinnar.

 

 

 

 

 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Við erum öll að bjóða fram sem einstaklingar Birgir..rétt eins og þú :)

Velkominn í hópinn og ég vona að þú komir á kynningafundinn í kvöld

Heiða B. Heiðars, 9.9.2009 kl. 17:11

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Aha..var að kíkja á myndina og áttaði mig á því hver þú ert! Frábært að fá þig í framboð til stjórnar.

Heiða B. Heiðars, 9.9.2009 kl. 17:18

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Vertu velkominn í hóp frambjóðenda Birgir, en láttu hvorki Heiðu né aðra af 12menningun segja þér að þau bjóði Fram sem einstaklingar því að saman mynda þessi 12 hóp, þau minda hóp sem vill gera grasrórarhreyfinguna Borgarahreyfinguna að flokki - ramm pólitískum flokki.

Þetta kemur Fram í þeirra skrifum.

Gangi þér vel Birgir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.9.2009 kl. 18:28

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

frábært mál - til hamingju með að hafa tekið þessi ákvörðun:)

Birgitta Jónsdóttir, 9.9.2009 kl. 19:57

5 identicon

Högni, ég get alveg eins sagt að þú sérst í framboði til að öðlast öll völd í hreyfingunni.  Alveg jafn mikill sannleikur í því og því sem þú heldur fram um okkur

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 22:07

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Bjarki, þú ert moli

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.9.2009 kl. 22:35

7 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Velkominn í framboðshópinn Birgir og takk fyrir góðan fund í kvöld

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 10.9.2009 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband