Landsfundur fyrir landsmenn alla!

Já, á morgun verður landsfundur hreyfingar landsmanna ALLRA, og er það mín sterka von og trú að hreyfingin komi sterk og öflug út úr morgundeginum. Það veltur á einstaklingum þeim sem ætla að eyða deginum saman og ræða hlutina yfirvegað, koma sínum skoðunum á framfæri og vera tilbúin að hlusta á alla aðra með opnum hug.

Ég vil ítreka það sem ég hef sagt áður, að ef einhverjir sem koma munu á fundin hafa löngun til að "gera meira" en hingað til þá ættu þeir að íhuga möguleikan að bjóða sig fram til stjórnarsetu í borgarahreyfingunni. Eftir því sem fleiri bjóða sig fram þá höfum við meira val, eðli málsins samkvæmt. En það er ekki eina ástæðan, heldur það að sýna í verki með framboði að okkur er ekki sama!, við viljum ekki bara breyta landinu okkar góða!- við viljum breyta því með þeirri sýn sem við höfum um hvað sé gott og hvað sé vont!, hvað sé rétt og hvað sé rangt! og þar sem við erum öll með misjafnar hugmyndir um hvað sé gott og rétt, þá þurfum við að vera saman í hóp til rétta hvert annað af og fá útkomu sem sem flestir, vonandi allir, eru sáttir við.

Byrjum daginn snemma, tökum góða skapið með, og hvernig sem fer, hverjir sem fá kostningu í stjórn, hverju sem við breytum í sameiningu þá skulum við öll standa með þeim breytingum og framkvæmdum og styðja heilshugar nýja stjórn, þingmennina okkar og áframhald Borgarahreyfingarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ekki gera ekki neitt !  Heyr, heyr. Sjáumst á morgun!

Margrét Sigurðardóttir, 11.9.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband