Færsluflokkur: Bloggar
26.10.2009 | 15:54
AGS heldur um spottana þar sem þeir stinga sér niður
Hér er hægt að fá staðfestingu á því að AGS er ekki að skipta sér að innanríkismálum þeirra þjóða sem AGS er að aðstoða. En jafnvel þó hægt sé að benda á mýmörg dæmi um AGS og stjórnsemi gagnvart skjólstæðingum koma þessir skjólstæðingar allir fram og segja "Nei, við erum að stjórna hér en ekki AGS." Furðulegt hvernig stjórnmálamenn koma fram við almenning,, en meira furðulegt er hvernig almenningur leyfir stjórnmálamönnum að koma fram við sig.
Við komum okkur í þessi vandræði með því að þegja, sitja hjá og horfa, en við komum okkur ekki út úr þessum vandræðum með því að þegja, sitja hjá og horfa.
Með því að gera EKKERT ert þú að samþykkja ástandið, en þú ert ekki að fyrra þig ábyrgð!!! Við fáum öll að borga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2009 | 17:27
Það er gott að vera í náðinni hjá Dabba.
Er enn að bíða eftir að einhver segi "djók" eða "bara grín" með þennan langa brandara með Baldur ráðuneytisstjóra!
Út frá mínum bæjardyrum er þetta nokkurnvegin svona: Baldur unnið afar lengi hjá ríkinu, orðinn innsti koppur í búri hjá bláu höndinni sem búin er að hreyðra um sig í hádegismóum núna.
Hefur salsað til sín bréfum í Landsbankanum með hjálp vina sinna, (m.v. að söluverðmætið er orðið einhver hundruð miljóna er ekki hægt að álíta að hjálp hafi verið fengin) Fer á fund þar sem allt um stöðu bankanna kemur fram og glórulaust annað en að selja,selja,selja strax svo ekki tapist allt. (enda var verð bréfana ekki í hæstu hæðum þegar selt var) Fyrst þegar þetta fréttist kemur náttúrulega FME og stimplar "OK" á gjörninginn eins og búið var að segja þeim að gera (Auðvitað þurfti að vekja þá fyrst af værum blundi) Þá var Baldur orðinn frjáls með sína miljónahundruði og heldur áfram sæll í starfi.
Nú þarf FME að skoða þetta aftur eftir að ábyggilegri upplýsingar hafa komið fram og upplýst var að rætt var um stöðu landsbankann á téðum fundi með Darling og co. Sennilega komast þeir ekki upp með annað. Nú verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því, hvaða leið þeir fynna til að fyrra Baldur sök í þessu máli og hvítþvo hann. Sé ekki fyrir mér að þeir geti sakfellt einn og sleppt restinni af þessu gengi.
En greyjið Baldur, orðið var ólíft í vinnuni hjá honum vegna nornaveiða og þar sem hann er mjög heiðarlegur í öllu sem hann gerir og siðferðið í lagi líka þá ákvað hann að segja upp starfi sínu og var það einungis vegna þess að hann var að hugsa um vinnufélagana, það er bara ekki hægt að láta þá vinna undir þessum áðstæðum. Og þar sem að Baldur ákvað nú að láta sig hverfa fyrir alla hina þá var ekki hægt annað en láta hann fá smá sárauppbót, segjum bara 15 mánaða laun, er það ekki ásættanlegt.
Einungis svæsnustu sjálfstæðismenn eru þannig hannaðir að þeim fynnst þetta í lagi, enda engu öðru vanir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 23:00
Er logn á leiðinni?
Langar til að koma frá mér minni sýn á Landsfundi Borgarahreyfingarinnar.
Þá er landsfundur hreyfingarinnar búinn og mætti því áætla að það "versta" sé að baki.
Það var svolítið skrítin tilfinning að eyða laugardegi á Grand hotel við það sem skiptir mig mjög miklu máli, að vera með sýn eins og svo margir aðrir á fundinum, um hvernig ég vil að hreyfingin verði eftir X langan tíma. Byrja daginn með miklar vonir að nú mæti allir á svæðið og hugmyndin að "öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir" þó við séum með misjafnar skoðanir. Byrjaði vel að mér fannst, heh,, en það var nú bara þannig að engin mótmælti Lilló sem fundarstjóra. En jæja, gott að byrja sammála í einhverju. Ekki löngu seinna byrjaði sjóið og umræður um A og B liðið fór af stað. Hef reyndar aldrei skilið vandamálið við það, þar sem ég eyddi miklum tíma í að útbúa breytingatillögur fyrir báða liði, til að vera tilbúinn hvernig sem færi. Aldrei datt mér í hug að líta á tillögu A eða B sem eitthvað FINAL, sá fyrir mér einhverja línu sem yrði lagt af stað frá og breytt svo eftir því sem allir fundarmenn myndu ákveða í sameiningu. En Lilló var ekki lengi í paradís. Þegar fundurinn hafði ákveðið að ganga út frá tillögu A og breyta henni, þá einhvernegin tókst stórum hópi af fólki að líta svo á að einhver orrusta væri töpuð. Sem segir mér að mikið af fólki mætti á landsfundinn með fyrirfram ákveðnar kröfur um að "svona verður þetta eða ég er farinn". Reyndar ætla ég að áætla að ef tillaga B hefði verið fyrir valinu hefði sennilega það sama gerst hinumegin, fyrir utan að meiriparturinn hefði haldið sig á fundinum og "barist á móti", sem segir mér líka að kröfurnar voru óraunhæfar þar líka.
Mikið fækkaði á fundinum eftir kosningarnar og héldu "B" menn því fram að smalað hefði verið að andstæðingunum til að koma sínu að og svo væri í lagi að fara heim. Eftir mikla umhugsun kemst ég að þeirri niðurstöðu að það eitt getur ekki hafa orsakað þetta, þar sem mjög naumt var á flestum tölum þegar verið var að fara yfir breytingatillögurnar. Sem segir mér að mjög auðvelt hefði verið fyrir Þingmenn hreyfingarinnar og þeirra fylgifiska að breyta flest ÖLLU því sem þau hefðu viljað í tillögu A. Augljósast sýnist mér að fólk úr báðum örmum hafi látið sig hverfa á braut, A hugsaði "hlutverkinu lokið" og B "Þetta er tapað". Báðir aðilar höfðu svo sannarlega vitlaust fyrir sér.
Það lýðræðislegasta sem ég sá á fundinum var umræðan um breytingatillögurnar, en samt einkenndist það allt af tímaleysi. Miður fannst mér að sjá suma aðila reyna að hafa áhrif á aðra einstaklinga sem kusu eftir eigin sannfæringu, og senda þeim svipbrygði í samræmi við það. En ekki var ég sá eini sem varð fyrir vonbrygðum með það.
Eftir fundin er ég enn í lausu lofti, hvernig fer þetta? Munu stjórn og þingmenn hittast og ræða málin? Mun fólk ná að horfa á á vandann út frá Hreyfingunni, ekki persónulegu egói? Þetta mun koma í ljós á næstu dögum, auðvitað segja allir já við því, en það að segja það skiptir ekki máli, það er einungis spurning um gjörðir núna. Allt annað er bull og vitleysa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2009 | 15:43
Landsfundur fyrir landsmenn alla!
Já, á morgun verður landsfundur hreyfingar landsmanna ALLRA, og er það mín sterka von og trú að hreyfingin komi sterk og öflug út úr morgundeginum. Það veltur á einstaklingum þeim sem ætla að eyða deginum saman og ræða hlutina yfirvegað, koma sínum skoðunum á framfæri og vera tilbúin að hlusta á alla aðra með opnum hug.
Ég vil ítreka það sem ég hef sagt áður, að ef einhverjir sem koma munu á fundin hafa löngun til að "gera meira" en hingað til þá ættu þeir að íhuga möguleikan að bjóða sig fram til stjórnarsetu í borgarahreyfingunni. Eftir því sem fleiri bjóða sig fram þá höfum við meira val, eðli málsins samkvæmt. En það er ekki eina ástæðan, heldur það að sýna í verki með framboði að okkur er ekki sama!, við viljum ekki bara breyta landinu okkar góða!- við viljum breyta því með þeirri sýn sem við höfum um hvað sé gott og hvað sé vont!, hvað sé rétt og hvað sé rangt! og þar sem við erum öll með misjafnar hugmyndir um hvað sé gott og rétt, þá þurfum við að vera saman í hóp til rétta hvert annað af og fá útkomu sem sem flestir, vonandi allir, eru sáttir við.
Byrjum daginn snemma, tökum góða skapið með, og hvernig sem fer, hverjir sem fá kostningu í stjórn, hverju sem við breytum í sameiningu þá skulum við öll standa með þeim breytingum og framkvæmdum og styðja heilshugar nýja stjórn, þingmennina okkar og áframhald Borgarahreyfingarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2009 | 16:28
Hættur að sitja hjá og tuða um það sem þarf að bæta.
Þar kom að því. Jafnvel ég sem hef alltaf bara talað um það sem mér finnst að í þjóðfélaginu ætla að leggja mitt á vogarskálarnar, til að laga þetta þjóðfélag.
Og já, það þarf að laga þetta þjóðfélag, mikið.
Í dag sendi ég póst og gaf yfirlýsingu um að ég gæfi kost á mér í stjórn Borgarahreyfingarinnar. Landsfundur verður næstkomandi laugardag og þá fer kostningin fram.
Ég álít að einstaklingar eiga að bjóða sig fram í stórn hreyfingarinnar en ekki "listar" af fólki. Þegar ég las það hljómaði það eitthvað svo flokkalegt innan hreyfingarinnar. Vil ég biðja alla sem minnsta áhuga hafa á hreyfingunni og framtíð landsins að íhuga framboð til stjórnar og leggja af mörkum það sem þarf til að gera framtíðina bjartari fyrir okkur og börnin okkar.
Hef hingað til haldið mig mikið til hlés í málefnum hreyfingarinnar, að því leiti að vera ekki að kommenta á blogg annara, og ástæðan fyrir því að ég vildi vera algerlega "óbundin" og ekki settur í nein tengsl á milli fólks í hreyfingunni. Við eigum að geta leyst okkar mál með upplýstri umræðu og koma til dyra eins og við erum klædd.
Þegar allir innan hreyfingarinnar vinna að sama markmiði og eru tilbúnir að heyra/læra af öðrum sem hafa sama markmið þá, bara þá munum við geta framkvæmt ótrúlegustu hluti. Við erum búin að sína að það er hægt, með því að fá fjóra einstaklinga á þing. Núna er gríðarlega mikilvægt að öll hreyfingin stilli saman strengi sína og vinni að sameiginlegri framtíð hreyfingarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)